Kaymer vann eftir umspil og ótrúlega dramatík Hjalti Þór Hreinsson skrifar 16. ágúst 2010 09:00 Kaymer. GettyImages Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer vann frábæran sigur eftir dramatískan lokadag á PGA meistaramótinu í golfi í gær. Hann vann eftir umspil við Bubba Watson. Allt útlit var reyndar fyrir að þrír kylfingar færu í umspilið, tvímenningarnir ásamt Dustin Johnson. En eftir ótrúlega lokaholu var honum vísað frá keppni. Hann sló út fyrir brautina og inn í áhorfendaskara. Þar lá boltinn á sandkenndu svæði. Það svæði skilgreina mótshaldarar sem glompu en Johnson fór ekki að settum reglum samkvæmt þeirri undarlegu skilgreiningu. Hann sló í hörðina áður en hann sló í boltann sem er bannað og fékk tvö högg í víti fyrir. Hann komst þar af leiðandi ekki í umspilið. Óskiljanlegt er að áhorfendur hafi fengið að standa á svæði sem er skilgreint sem glompa en Johnson hafði ekki hugmynd um skilgreininguna eins og gefur að skila. En dramatíkinni á mótinu var ekki lokið. Watson byrjaði betur og fékk fugl á fyrstu holu umspilsins á meðan Kaymer fékk par. Á þerri næstu snerist dæmið við og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þar slóu þeir báðir út fyrir brautina, í þykkan karga hægra megin. Watson sló fyrst og tók mikla áhættu, hann ætlaði inn á í tveimur. Höggið var lélegt og það fór í vatn. Kaymer sló stutt og lagði upp og sló svo um tíu metra frá holunni. Á meðan tók Watson víti og sló svo yfir flötina. Hann þurfti að setja í úr glompu til að eiga einhverja möguleika og var nálægt því, boltinn fór í stöngina og hefði líklega farið ofan í ef stöngina hefði ekki verið í. Kaymar tvípúttaði og tryggði sér sinn fyrsta sigur á stórmóti í golfi.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira