Tiger Woods tekur í dag þátt í sínu fyrsta golfmóti síðan skilnaður hans við Elin Nordegren gekk í gegn.
Tiger óskar fyrrum eiginkonu sinni alls hins besta og segir að börnin þeirra muni hafa forgang í lífi þeirra.
"Ég fann ekki til neins léttis þegar skilnaðurinn var frágenginn. Ég var frekar sorgmæddur. Það gengur enginn í hjónaband með það að markmiði að skilja. Þess vegna er þetta sorglegt," sagði Tiger á blaðamannafundi.
"Það voru mínar ákvarðanir sem eyðilögðu þetta hjónaband. Ég hef gert mörg mistök í mínu lífi og ég verð að lifa með þeim mistökum."
Tiger segir að það hafi ekki verið auðvelt að spila golf á meðan verið var að ganga frá skilnaðinum en hann hefur leikið mjög illa á köflum.
"Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að einbeita mér á flestum mótum í sumar."