Sit við sauma 18. desember 2010 06:00 Elísabet Björgvinsdóttir hannar og saumar skóhlífar undir merkinu Babette. Myndir/úr einkasafni „Ég er að springa úr hugmyndum og sit við saumavélina allan daginn við borðstofuborðið mitt heima," segir Elísabet Björgvinsdóttir en hún hannar og saumar skóhlífar undir heitinu Babette, sem er nafnið hennar á frönsku. Elísabet lærði saumaskap í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun. „Ég fór að sauma skóhlífar fyrir hálfu ári en mig hafði alltaf dreymt um að eiga svona sjálf. Skóhlífar voru notaðar kringum 1900 til að hlífa skóm. Hermenn notuðu skólhlífar og einnig voru börn sett í skóhlífar fyrir skrúðgöngur og annað. Í raun er ekki þörf á skóhlífum í dag því skór eru svo sterkir. Þetta er meira fallegt skraut.".Elísabet býr til sniðin sjálf. Hún notar bæði ný efni og gömul sem hún hefur safnað sér gegnum árin og skreytir skóhlífarnar með borðum og slaufum. „Ég á lager af efnum sem ég hef safnað og nota mörg dýrmæt „vintage" efni í skóhlífarnar eins og blúndur og kanínuskinn sem ég keypti í Portúgal þar sem ég bjó þegar ég var yngri. Eins kaupi ég efni í búðunum hér heima.Ég saumaði líka herðaslár áður en ég fór að sauma skóhlífarnar og þegar ég hef meiri tíma þá mun ég halda áfram með þær, en skóhlífarnar hafa tekið allan minn tíma undanfarið. Ég sit bara og sauma daginn út og inn við borðstofuborðið mitt heima," segir hún hlæjandi en skóhlífarnar hafa rokið út hjá henni eins og heitar lummur. Fyrir jólin munu skóhlífarnar fást í versluninni GK. „Ég er alveg himinlifandi með það, en þau föluðust eftir línuni minni núna fyrir jólin. Draumurinn er auðvitað að stækka við mig en þetta hefur gengið vel, ég er þakklát fyrir það. Góðir hlutir gerast hægt." Nánar má forvitnast um skóhlífar Elísabetar á heimasíðunni babette.is. heida@frettabladid.is Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Ég er að springa úr hugmyndum og sit við saumavélina allan daginn við borðstofuborðið mitt heima," segir Elísabet Björgvinsdóttir en hún hannar og saumar skóhlífar undir heitinu Babette, sem er nafnið hennar á frönsku. Elísabet lærði saumaskap í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun. „Ég fór að sauma skóhlífar fyrir hálfu ári en mig hafði alltaf dreymt um að eiga svona sjálf. Skóhlífar voru notaðar kringum 1900 til að hlífa skóm. Hermenn notuðu skólhlífar og einnig voru börn sett í skóhlífar fyrir skrúðgöngur og annað. Í raun er ekki þörf á skóhlífum í dag því skór eru svo sterkir. Þetta er meira fallegt skraut.".Elísabet býr til sniðin sjálf. Hún notar bæði ný efni og gömul sem hún hefur safnað sér gegnum árin og skreytir skóhlífarnar með borðum og slaufum. „Ég á lager af efnum sem ég hef safnað og nota mörg dýrmæt „vintage" efni í skóhlífarnar eins og blúndur og kanínuskinn sem ég keypti í Portúgal þar sem ég bjó þegar ég var yngri. Eins kaupi ég efni í búðunum hér heima.Ég saumaði líka herðaslár áður en ég fór að sauma skóhlífarnar og þegar ég hef meiri tíma þá mun ég halda áfram með þær, en skóhlífarnar hafa tekið allan minn tíma undanfarið. Ég sit bara og sauma daginn út og inn við borðstofuborðið mitt heima," segir hún hlæjandi en skóhlífarnar hafa rokið út hjá henni eins og heitar lummur. Fyrir jólin munu skóhlífarnar fást í versluninni GK. „Ég er alveg himinlifandi með það, en þau föluðust eftir línuni minni núna fyrir jólin. Draumurinn er auðvitað að stækka við mig en þetta hefur gengið vel, ég er þakklát fyrir það. Góðir hlutir gerast hægt." Nánar má forvitnast um skóhlífar Elísabetar á heimasíðunni babette.is. heida@frettabladid.is
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira