Fótbolti

Ísland þarf að vinna N-Írland í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Katrín Jónsdóttir er fyrirliði Íslands.
Katrín Jónsdóttir er fyrirliði Íslands. Fréttablaðið/Ossi Ahola
Ísland og Norður-Írland mætast í undankeppni HM í Þýskalandi á næsta ári á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 og ekkert annað en sigur hjálpar Íslandi að HM-markmiðinu. Frakkar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga en liðið vann Ísland 2-0. Bæði Ísland og Frakkland hafa unnið alla aðra leiki og Frakkar munu væntanlega halda því áfram. Við vonum að íslensku stelpurnar geri það líka. Næst síðasti leikur riðlakeppninnar er gegn Frökkum á Laugardalsvelli þann 21. ágúst og það gæti orðið úrslitaleikur um hvort liðið vinnur riðilinn. Síðasti leikur Íslands er gegn Eistlandi sem það vann 12-0 á Laugardalsvelli í september á síðasta ári. Það lið sem vinnur riðilinn spilar svo tvo leiki í september um laust sæti á HM. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Íslands í dag. Þóra B. Helgadóttir Guðný Björk Óðinsdóttir Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) Sif Atladóttir Edda Garðarsdóttir Katrín Ómarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Rakel Logadóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Margrét Lára Viðarsdóttir Bekkurinn: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×