Viðskipti erlent

Kína að taka fram úr Japan

Verg landsframleiðsla í Japan á öðrum ársfjórðungi var töluvert minni en búist var við, samkvæmt tölum úr japanska stjórnkerfinu. Landsframleiðslan jókst aðeins um 0,1 prósent á fjórðungnum og tæplega hálft prósent samtals það sem af er árinu.

Nágrannalandið Kína var með töluvert meiri landsframleiðslu og þykir það benda til þess að Kínverjar verði komnir með stærra hagkerfi en Japanar í árslok, og þar með næststærsta hagkerfi heims. Ástæðan fyrir samdrættinum í japanska hagkerfinu er meðal annars vegna þess að útflutningur til Kína og Bandaríkjanna hefur dregist töluvert saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×