Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur 21. desember 2010 03:00 fulltrúar Rannsókn á baráttu frambjóðenda til stjórnlagaþings var gerð áður en úrslit voru ljós og var því engar upplýsingar að hafa um þá frambjóðendur sem náðu kjöri.Fréttablaðið/Anton Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira