Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf 18. maí 2010 04:15 Apótek Smásöluverð á fjörutíu algengum lyfjum var að meðaltali um 6,5 prósentum lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar. Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira