Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf 18. maí 2010 04:15 Apótek Smásöluverð á fjörutíu algengum lyfjum var að meðaltali um 6,5 prósentum lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar. Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira