Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum í góðu standi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 28. maí 2010 10:00 Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var í síðustu viku, var aska í glompum á vellinum. Golfklúbbur Vestmannaeyja Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót. Aska frá Eyjafjallajökli hefur farið yfir völlinn en hún hefur meðal annars farið illa með slátturvélar í Eyjum, eins og reyndar víðar. GSÍ sendi sinn mann til að taka út völlinn í vikunni og var hann dæmdur í góðu standi. Ólafur Þór Ágústsson, formaður Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, var maðurinn sem tók út völlinn. "Völlurinn er í góðu spilanlegu ásigkomulagi," sagði Ólafur við Vísi en eftir úrtökumót öldunga um síðustu helgi á vellinum höfðu borist kvartanir um ástand hans. "Völlurinn er mjög góður, ég spilaði hann sjálfur og það stefnir allt í gott golf um helgina," sagði Ólafur og bætti við: "Þeir sem spila illa geta bara kennt sjálfum sér um," sagði Ólafur léttur. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót. Aska frá Eyjafjallajökli hefur farið yfir völlinn en hún hefur meðal annars farið illa með slátturvélar í Eyjum, eins og reyndar víðar. GSÍ sendi sinn mann til að taka út völlinn í vikunni og var hann dæmdur í góðu standi. Ólafur Þór Ágústsson, formaður Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, var maðurinn sem tók út völlinn. "Völlurinn er í góðu spilanlegu ásigkomulagi," sagði Ólafur við Vísi en eftir úrtökumót öldunga um síðustu helgi á vellinum höfðu borist kvartanir um ástand hans. "Völlurinn er mjög góður, ég spilaði hann sjálfur og það stefnir allt í gott golf um helgina," sagði Ólafur og bætti við: "Þeir sem spila illa geta bara kennt sjálfum sér um," sagði Ólafur léttur.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira