Lífverðir fylgdu hljómsveit Jónsa eftir í Suður-Kóreu 1. desember 2010 21:00 vel heppnuð tónleikaferð Hljómsveit Jónsa sem hefur verið á tónleikaferð um heiminn á þessu ári. Frá vinstri að ofan eru Óli Björn, Alex, Jónsi og Þorvaldur og Úlfur situr fyrir framan. Þorvaldur hitti Questlove, trommara The Roots, og fór vel á með þeim félögum. „Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. Sveitin hélt tónleika í Suður-Kóreu á mánudagskvöld. Ástandið í landinu hefur verið ótryggt upp á síðkastið vegna átaka á milli Suður- og Norður-Kóreu en Þorvaldur vissi ekki hvort öryggisverðirnir hefðu verið fengnir vegna þess. „Þegar við fórum á hótelbarinn löbbuðu þeir með okkur og biðu eftir okkur og þegar ég fór á klósettið beið öryggisvörður mín þegar ég kom til baka. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ segir Þorvaldur. „Það var engin ástæða til að hafa þá þarna. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við hefðum aldrei farið út ef það hefði verið hætta á ferðinni og ég fann ekkert fyrir þessum titringi í Seúl.“ Trommarinn segir tónleikana í borginni eina þá bestu á tónleikaferðinni, sem hófst í London í apríl. „Þetta voru frábærir tónleikar og frábærir áhorfendur, hugsanlega þeir bestu á þessum túr. Þeir voru búnir að stilla saman strengi sína og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu. Það er gaman fyrir okkur þegar áhorfendur eru búnir að undirbúa sig og gera eitthvað fyrir okkur. Þeir voru líka með snjósprey í öðru lagi.“ Hann segir tónleikaferðina hafa verið draumi líkasta. Það kemur ekki á óvart því áður en lokatónleikarnir í Laugardalshöll 29. desember hefjast hefur sveitin spilað á 99 tónleikum um víða veröld, fyrir framan um 200 þúsund manns, til að kynna fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri og ógleymanleg reynsla. Það eru yndislegir strákar í hljómsveitinni og við erum allir rosalega heppnir finnst mér að hafa hver annan.“ Þorvaldur gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra eftir að hafa dvalið í sjö ár í Bandaríkjunum við nám og störf. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og það er frábært að vinna með Jónsa. Hann er einn allra besti söngvari sem ég hef á ævinni unnið með.“ Spurður hvort hann hafi hitt einhverja fræga á tónleikaferðinni er fátt um svör. Reyndar hitti Þorvaldur kollega sinn í The Roots, Questlove, í upptökuveri sjónvarpsstöðvarinnar NBC í New York, en tókst ekki að hitta rapparann Jay-Z og goðsögnina Stevie Wonder eins og hann hafði vonast eftir. „Ég er búinn að missa þrisvar af Jay-Z. Ég væri alveg til í að taka í höndina á honum og segja að mér finnist hann frábær.“ freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
„Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. Sveitin hélt tónleika í Suður-Kóreu á mánudagskvöld. Ástandið í landinu hefur verið ótryggt upp á síðkastið vegna átaka á milli Suður- og Norður-Kóreu en Þorvaldur vissi ekki hvort öryggisverðirnir hefðu verið fengnir vegna þess. „Þegar við fórum á hótelbarinn löbbuðu þeir með okkur og biðu eftir okkur og þegar ég fór á klósettið beið öryggisvörður mín þegar ég kom til baka. Ég hef aldrei lent í þessu áður,“ segir Þorvaldur. „Það var engin ástæða til að hafa þá þarna. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við hefðum aldrei farið út ef það hefði verið hætta á ferðinni og ég fann ekkert fyrir þessum titringi í Seúl.“ Trommarinn segir tónleikana í borginni eina þá bestu á tónleikaferðinni, sem hófst í London í apríl. „Þetta voru frábærir tónleikar og frábærir áhorfendur, hugsanlega þeir bestu á þessum túr. Þeir voru búnir að stilla saman strengi sína og fylltu sviðið af skutlum í einu laginu. Það er gaman fyrir okkur þegar áhorfendur eru búnir að undirbúa sig og gera eitthvað fyrir okkur. Þeir voru líka með snjósprey í öðru lagi.“ Hann segir tónleikaferðina hafa verið draumi líkasta. Það kemur ekki á óvart því áður en lokatónleikarnir í Laugardalshöll 29. desember hefjast hefur sveitin spilað á 99 tónleikum um víða veröld, fyrir framan um 200 þúsund manns, til að kynna fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri og ógleymanleg reynsla. Það eru yndislegir strákar í hljómsveitinni og við erum allir rosalega heppnir finnst mér að hafa hver annan.“ Þorvaldur gaf út sína fyrstu sólóplötu í fyrra eftir að hafa dvalið í sjö ár í Bandaríkjunum við nám og störf. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og það er frábært að vinna með Jónsa. Hann er einn allra besti söngvari sem ég hef á ævinni unnið með.“ Spurður hvort hann hafi hitt einhverja fræga á tónleikaferðinni er fátt um svör. Reyndar hitti Þorvaldur kollega sinn í The Roots, Questlove, í upptökuveri sjónvarpsstöðvarinnar NBC í New York, en tókst ekki að hitta rapparann Jay-Z og goðsögnina Stevie Wonder eins og hann hafði vonast eftir. „Ég er búinn að missa þrisvar af Jay-Z. Ég væri alveg til í að taka í höndina á honum og segja að mér finnist hann frábær.“ freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira