Bandaríkin eru á leið í fjárhagslegt járnbrautarslys 29. október 2010 08:42 Hagfræðingurinn Nouriel Roubini segir að hagkerfi Bandaríkjanna sé á leiðinni í fjárhagslegt járnbrautarslys. Þetta kemur fram í grein sem Roubini skrifar í Financial Times í dag. Hagfræðingurinn er þekktur undir viðurnefninu dr. Doom en hann sá m.a. fyrir fjármálakreppuna árið 2007. Roubini segir að mikil hætta sé á að verðhjöðnunartímabil taki við í Bandaríkjunum þegar stjórnvöld fari að draga úr þeim gríðarlegu björgunaraðgerðum sem gripið var til í fjármálakreppunni. Verðhjöðnun sem myndi þýða lítinn vöxt með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. Roubini telur að Bandaríkin stefni að ósjálfbærri fjármálastefnu og að væntanleg niðurstaða úr komandi þingkosningum í landinu muni ekki bæta ástandið. „Hættan er að eitthvað í fjármálalífinu muni gefa sig," segir Roubini. „Gikkurinn gæti orðið skuldakreppa í einu af stóru ríkjunum innan Bandaríkjanna." Hann segir að seðlabanki Bandaríkjanna muni draga úr verstu áhrifum hins fjárhagslega járnbrautarslyss sem framundan er með því að slaka enn frekar á peningamálastefnu sinni. „En áhættan sem stjórn Obama stendur þá frammi fyrir er stöðnun eins og í Japan þar sem vöxtur er nær ómögulegur, verðhjöðnun þrýstir á og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi," segir Roubini. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagfræðingurinn Nouriel Roubini segir að hagkerfi Bandaríkjanna sé á leiðinni í fjárhagslegt járnbrautarslys. Þetta kemur fram í grein sem Roubini skrifar í Financial Times í dag. Hagfræðingurinn er þekktur undir viðurnefninu dr. Doom en hann sá m.a. fyrir fjármálakreppuna árið 2007. Roubini segir að mikil hætta sé á að verðhjöðnunartímabil taki við í Bandaríkjunum þegar stjórnvöld fari að draga úr þeim gríðarlegu björgunaraðgerðum sem gripið var til í fjármálakreppunni. Verðhjöðnun sem myndi þýða lítinn vöxt með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. Roubini telur að Bandaríkin stefni að ósjálfbærri fjármálastefnu og að væntanleg niðurstaða úr komandi þingkosningum í landinu muni ekki bæta ástandið. „Hættan er að eitthvað í fjármálalífinu muni gefa sig," segir Roubini. „Gikkurinn gæti orðið skuldakreppa í einu af stóru ríkjunum innan Bandaríkjanna." Hann segir að seðlabanki Bandaríkjanna muni draga úr verstu áhrifum hins fjárhagslega járnbrautarslyss sem framundan er með því að slaka enn frekar á peningamálastefnu sinni. „En áhættan sem stjórn Obama stendur þá frammi fyrir er stöðnun eins og í Japan þar sem vöxtur er nær ómögulegur, verðhjöðnun þrýstir á og mikið atvinnuleysi verður viðvarandi," segir Roubini.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira