Bono óheppinn með fjárfestingar sínar 28. mars 2010 12:00 Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. Fjallað er um málið á vefsíðunni 24/7 Wall St. Þar segir að m.a. að Bono greiddi 460 milljónir dollara, eða tæpa 60 milljarða kr. árið 2007 fyrir 25% hlut í fjárfestingafélaginu Elevation Partners. Félag þetta sérhæfir sig í að aðstoða fjölmiðla og fyrirtæki í afþreyingariðnaðinum við að markaðssetja góðar hugmyndir. Elevation Partners hafa fjárfest í nokkrum verkefnum með hörmulegum árangri. Má þar m.a. nefna félagið Palm sem framleiðir farsíma. Palm tapaði stórum upphæðum á símanum Pré. Við þau ótíðindi lækkuðu hlutir í Elevation um 30%. Í fyrra voru hlutir í Elevation metnir á tæplega 20 dollara. Í dag standa þeir í 3,65 dollurum. Raunar má telja gott að félagið geti forðað sér frá gjaldþroti að mati Whitney Tilson hjá T2 Partners. „Það eru 90% líkur á að Elevation fari í gjaldþrot eða greiðslustöðvun á þessu ári," segir Tilson. Það bætir svo ekki stöðuna að Elevation setti 300 milljónir dollara , eða tæplega 40 milljarða kr. í netþjónustu Forbes árið 2006. Síðan hefur verðmatið á þjónustunni fallið úr 750 milljónum dollara og niður í 100 milljónir dollara. Af öðrum fjárfestingum Bono má nefna fasteignavefsíðuna Move sem fjárfestingarsjóður Bono fjárfesti 100 milljónir dollara eða tæplega 13 milljarða kr. í árið 2005. Síðan hefur verðmæti Move lækkað um helming. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. Fjallað er um málið á vefsíðunni 24/7 Wall St. Þar segir að m.a. að Bono greiddi 460 milljónir dollara, eða tæpa 60 milljarða kr. árið 2007 fyrir 25% hlut í fjárfestingafélaginu Elevation Partners. Félag þetta sérhæfir sig í að aðstoða fjölmiðla og fyrirtæki í afþreyingariðnaðinum við að markaðssetja góðar hugmyndir. Elevation Partners hafa fjárfest í nokkrum verkefnum með hörmulegum árangri. Má þar m.a. nefna félagið Palm sem framleiðir farsíma. Palm tapaði stórum upphæðum á símanum Pré. Við þau ótíðindi lækkuðu hlutir í Elevation um 30%. Í fyrra voru hlutir í Elevation metnir á tæplega 20 dollara. Í dag standa þeir í 3,65 dollurum. Raunar má telja gott að félagið geti forðað sér frá gjaldþroti að mati Whitney Tilson hjá T2 Partners. „Það eru 90% líkur á að Elevation fari í gjaldþrot eða greiðslustöðvun á þessu ári," segir Tilson. Það bætir svo ekki stöðuna að Elevation setti 300 milljónir dollara , eða tæplega 40 milljarða kr. í netþjónustu Forbes árið 2006. Síðan hefur verðmatið á þjónustunni fallið úr 750 milljónum dollara og niður í 100 milljónir dollara. Af öðrum fjárfestingum Bono má nefna fasteignavefsíðuna Move sem fjárfestingarsjóður Bono fjárfesti 100 milljónir dollara eða tæplega 13 milljarða kr. í árið 2005. Síðan hefur verðmæti Move lækkað um helming.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira