Tiger Woods tjáir sig á morgun - engar spurningar leyfðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2010 09:30 Tiger Woods og kona hans þegar allt lék í lyndi,. Mynd/Getty Images Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira