SAS hefur ákveðið að hefja aftur flug á leiðinni Osló- New York. Þar með verður SAS í harðri samkeppni við Icelandair á þessari flugleið.
Fjallað er um málið á vefsíðunni osl.no. Þar segir að sjö ár séu liðin frá því að SAS ákvað að leggja beint flug sitt niður á þessari flugleið. Nú ætlar SAS að hefja þetta flug í mars á næsta ári en flogið verður einu sinni á dag.
Samkvæmt fréttinni mun ódýrasta fargjaldið á þessari leið SAS nema 3,495 norskum kr. eða 66 þúsund kr. Boðið er upp á þrjú fargjöld, Economy, Economy Extra og Business.
Icelandair hefur verið að byggja upp sitt Noregsflug frá 4 borgum þar, Osló, Bergen, Stavanger og Þrándheimi, beinlínis til að ná Norðmönnum á leið til Bandaríkjanna, um Keflavík.