Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB Valur Grettisson skrifar 11. desember 2010 11:57 Varnarmálastofnun Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins. Fréttir WikiLeaks Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins.
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira