Magma segir áskanir Bjarkar vera fráleitar 4. ágúst 2010 04:00 Stjórnendur Magma Energy hafa þegar kannað lagaleg úrræði stöðvi stjórnvöld kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir framkvæmdastjóri Magma á Íslandi. Hann segir of snemmt að ræða mögulega bótakröfu. Fréttablaðið/Valli Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is Björk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is
Björk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent