Juventus og Manchester City gerðu jafntefli - Kolbeinn skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2010 21:03 Adam Johnson tryggði Manchester City jafntefli í kvöld. Mynd/AP Manchester City og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni en leikið var í Manchester. Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins. Juventus komst yfir í upphafi leiks á móti Manchester City og varði síðan stigið í seinni hálfleiknum eftir að City-liðið náði að jafna fyrir hálfleik. Það munaði þó engu að Ítalirnir stælu sigrinum í lokin þegar Alessandro Del Piero átti skot beint úr aukaspyrnu í slánna og niður á línuna. Vincenzo Iaquinta kom Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu eftir að hafa fengið boltinn út á kanti og skorað með skoti af löngu færi sem hafði viðkomu í Kolo Touré varnarmanni Manchester City. Adam Johnson jafnaði leikinn á 37. mínútu eftir að Yaya Touré las flott hlaup hans og sendi lúmska sendingu í gegnum vörnina. Alex Manninger var illa staðsettur og gat lítið gert við því þegar Johnson skoraði. Manchester City er á toppnum í A-riðli með 4 stig eins og pólska liðið Lech Poznan en Pólverjarnir fylgdu á eftir jafntefli á útivelli á móti Juventus með því að vinna 2-0 sigur á RB Salzburg í gær. Hvít-Rússarnir í BATE Borisov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4-1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin. Stuttgart er með fullt hús í H-riðli eftir útisigur á Rúriki Gíslasyni og félögum í danska liðinu OB. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 1-2 tapi en þýska liðið komst í 1-0 aðeins tveimur mínútum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn útaf. Zdravko Kuzmanovic skoraði markið fyrir Stuttgart, Andreas Johansson jafnaði fyrir OB sex mínútum síðar en Martin Harnik skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Það eru alls sjö lið með fullt hús eftir tvo fyrstu leikina. FC Porto og Besiktas eru með 6 stig í L-riðli, Paris Saint-Germain FC er með 6 stig í J-riðli, FC Zenit St. Petersburg er með fullt hús í G-riðli alveg eins og CSKA Moskva í F-riðli og Sporting Lissabon í C-riðli.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld: A-riðillLech Poznan-RB Salzburg 2-0 1-0 Manuel Arboleda (47.), 2-0 Slawomir Peszko (80.) Manchester City-Juventus 1-1 0-1 Vincenzo Iaquinta (11.), 1-1 Adam Johnson (37.) B-riðillRosenborg-Aris Saloniki 2-1 1-0 Morten Moldskred (37.), 1-1 Carlos Ruiz (43.), 2-1 Rade Prica /58.)Atlético Madrid-Bayer Leverkusen 1-1 0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Simão Sabrosa (51.) C-riðillGent-Lille 1-1Sporting Lisabon-Levski Sofia 5-0 1-0 Daniel Carriço (30.), 2-0 Maniche (43.), 3-0 Diogo Salomão (53.), 4-0 Hélder Postiga (61.), 5-0 Matías Fernández (79.)D-riðill PAOK-Dinamo Zagreb 1-0 Villarreal-Club Brugge 2-1 1-0 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Ryan Donk (45.), 2-1 Javier Gonzalo Rodriguez (56.)E-riðillBATE Borisov-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Vitaliy Rodionov (5.), 2-0 Artem Kontsevoj (49.), 3-0 Renan Bressan (77.), 4-0 Edgar Olekhnovich (83.). 4-1 Kolbeinn Sigþórsson (89.). Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ. Jóhann fór útaf á 68. mínútu.Sheriff Tiraspol-Dynamo Kiev 2-0F-riðill CSKA Moskva-Sparta Prag 3-0 Palermo-Lausanne 1-0 G-riðillHajduk Split-Anderlecht 1-0 1-0 Ante Vukusic (90.+5)Zenit-AEK 4-2 H-riðillOB-Stuttgart 1-2 0-1 Zdravko Kuzmanovic (72.), 1-1 Andreas Johansson (78.), 1-2 Martin Harnik (86.). Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturnar og fór útaf í stöðunni 0-0.Young Boys-Getafe 2-0I-riðillMetalist Kharkiv-PSV 0-2 0-1 Balazs Dzsudzsak (27.), 0-2 Marcus Berg (30.)Sampdoria-Debreceni Vasutas 1-0 1-0 Giampaolo Pazzini (18.)J-riðillBorussia Dortmund-Sevilla 0-1 0-1 Luca Cigarini (45.)PSG-Karpaty Lviv 2-0K-riðillSteaua Búkarest-Napoli 3-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 2-0 Cristian Tanase (12.), 3-0 Pantelis Kapetanos (16.), 3-1 Luigi Vitale (44.), 3-2 Marek Hamsík (73.), 3-3 Edison Cavani (90.+8)Utrecht-Liverpool 0-0L-riðill CSKA Sofia-FC Porto 0-1 0-1 Falcao (16.)Rapid Vín-Besiktas 1-2 Evrópudeild UEFA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Manchester City og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni en leikið var í Manchester. Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins. Juventus komst yfir í upphafi leiks á móti Manchester City og varði síðan stigið í seinni hálfleiknum eftir að City-liðið náði að jafna fyrir hálfleik. Það munaði þó engu að Ítalirnir stælu sigrinum í lokin þegar Alessandro Del Piero átti skot beint úr aukaspyrnu í slánna og niður á línuna. Vincenzo Iaquinta kom Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu eftir að hafa fengið boltinn út á kanti og skorað með skoti af löngu færi sem hafði viðkomu í Kolo Touré varnarmanni Manchester City. Adam Johnson jafnaði leikinn á 37. mínútu eftir að Yaya Touré las flott hlaup hans og sendi lúmska sendingu í gegnum vörnina. Alex Manninger var illa staðsettur og gat lítið gert við því þegar Johnson skoraði. Manchester City er á toppnum í A-riðli með 4 stig eins og pólska liðið Lech Poznan en Pólverjarnir fylgdu á eftir jafntefli á útivelli á móti Juventus með því að vinna 2-0 sigur á RB Salzburg í gær. Hvít-Rússarnir í BATE Borisov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4-1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin. Stuttgart er með fullt hús í H-riðli eftir útisigur á Rúriki Gíslasyni og félögum í danska liðinu OB. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 1-2 tapi en þýska liðið komst í 1-0 aðeins tveimur mínútum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn útaf. Zdravko Kuzmanovic skoraði markið fyrir Stuttgart, Andreas Johansson jafnaði fyrir OB sex mínútum síðar en Martin Harnik skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Það eru alls sjö lið með fullt hús eftir tvo fyrstu leikina. FC Porto og Besiktas eru með 6 stig í L-riðli, Paris Saint-Germain FC er með 6 stig í J-riðli, FC Zenit St. Petersburg er með fullt hús í G-riðli alveg eins og CSKA Moskva í F-riðli og Sporting Lissabon í C-riðli.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld: A-riðillLech Poznan-RB Salzburg 2-0 1-0 Manuel Arboleda (47.), 2-0 Slawomir Peszko (80.) Manchester City-Juventus 1-1 0-1 Vincenzo Iaquinta (11.), 1-1 Adam Johnson (37.) B-riðillRosenborg-Aris Saloniki 2-1 1-0 Morten Moldskred (37.), 1-1 Carlos Ruiz (43.), 2-1 Rade Prica /58.)Atlético Madrid-Bayer Leverkusen 1-1 0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Simão Sabrosa (51.) C-riðillGent-Lille 1-1Sporting Lisabon-Levski Sofia 5-0 1-0 Daniel Carriço (30.), 2-0 Maniche (43.), 3-0 Diogo Salomão (53.), 4-0 Hélder Postiga (61.), 5-0 Matías Fernández (79.)D-riðill PAOK-Dinamo Zagreb 1-0 Villarreal-Club Brugge 2-1 1-0 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Ryan Donk (45.), 2-1 Javier Gonzalo Rodriguez (56.)E-riðillBATE Borisov-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Vitaliy Rodionov (5.), 2-0 Artem Kontsevoj (49.), 3-0 Renan Bressan (77.), 4-0 Edgar Olekhnovich (83.). 4-1 Kolbeinn Sigþórsson (89.). Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ. Jóhann fór útaf á 68. mínútu.Sheriff Tiraspol-Dynamo Kiev 2-0F-riðill CSKA Moskva-Sparta Prag 3-0 Palermo-Lausanne 1-0 G-riðillHajduk Split-Anderlecht 1-0 1-0 Ante Vukusic (90.+5)Zenit-AEK 4-2 H-riðillOB-Stuttgart 1-2 0-1 Zdravko Kuzmanovic (72.), 1-1 Andreas Johansson (78.), 1-2 Martin Harnik (86.). Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturnar og fór útaf í stöðunni 0-0.Young Boys-Getafe 2-0I-riðillMetalist Kharkiv-PSV 0-2 0-1 Balazs Dzsudzsak (27.), 0-2 Marcus Berg (30.)Sampdoria-Debreceni Vasutas 1-0 1-0 Giampaolo Pazzini (18.)J-riðillBorussia Dortmund-Sevilla 0-1 0-1 Luca Cigarini (45.)PSG-Karpaty Lviv 2-0K-riðillSteaua Búkarest-Napoli 3-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 2-0 Cristian Tanase (12.), 3-0 Pantelis Kapetanos (16.), 3-1 Luigi Vitale (44.), 3-2 Marek Hamsík (73.), 3-3 Edison Cavani (90.+8)Utrecht-Liverpool 0-0L-riðill CSKA Sofia-FC Porto 0-1 0-1 Falcao (16.)Rapid Vín-Besiktas 1-2
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira