Þrotabú Lehman Brothers hefur greitt 110 milljarða í laun 18. október 2010 07:48 Skilanefndir bankanna hér á landi hafa af mörgum þótt dýrar á fóðrum. Upphæðirnar blikna þó og blána í samanburði við hvað rekstur þrotabús Lehman Brothers hefur kostað kröfuhafana. Her af lögmönnum, endurskoðendum, ráðgjöfum og sérfræðingum vinnur að endurheimtum í þrotabú Lehman Brothers bankans í Bandaríkjunum. Bankans sem gjarnan er kenndur við upphaf hrunsins haustið 2008. Reuters hefur reiknað það út að þrotabúið hafi hingað til greitt þessum her nokkuð yfir milljarð dollara eða yfir 110 milljarða kr. í laun og þóknanir. Launagreiðslur þessar hafi numið 40 milljónum dollara eða um 4,4 milljarði króna á mánuði að jafnaði og að þær fari hækkandi. En það er eftir töluverðu að slægjast því bókfært virði eigna Lehman Brothers við hrunið nam 639 milljörðum dollara eða hinni stjarnfræðilegu upphæð 71.000 milljörðum króna. Það er hátt í fimmtíuföld landsframleiðsla Íslands. Að vísu er ekki reiknað er með að heimtur verði yfir 10%. Í frétt um málið í Berlingske Tidende er haft eftir Bryan Marshal hjá ráðgjafafyrirtækinu Alvarez & Marshal, sem ber höfuðábyrgð á rekstri þrotabúsins að launagreiðslurnar séu síst of háar. Hann nefnir sem dæmi að ráðgjafafyrirtæki sitt hafi eitt og sér fundið huldar eignir að verðmæti 5 milljarða dollara. Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Skilanefndir bankanna hér á landi hafa af mörgum þótt dýrar á fóðrum. Upphæðirnar blikna þó og blána í samanburði við hvað rekstur þrotabús Lehman Brothers hefur kostað kröfuhafana. Her af lögmönnum, endurskoðendum, ráðgjöfum og sérfræðingum vinnur að endurheimtum í þrotabú Lehman Brothers bankans í Bandaríkjunum. Bankans sem gjarnan er kenndur við upphaf hrunsins haustið 2008. Reuters hefur reiknað það út að þrotabúið hafi hingað til greitt þessum her nokkuð yfir milljarð dollara eða yfir 110 milljarða kr. í laun og þóknanir. Launagreiðslur þessar hafi numið 40 milljónum dollara eða um 4,4 milljarði króna á mánuði að jafnaði og að þær fari hækkandi. En það er eftir töluverðu að slægjast því bókfært virði eigna Lehman Brothers við hrunið nam 639 milljörðum dollara eða hinni stjarnfræðilegu upphæð 71.000 milljörðum króna. Það er hátt í fimmtíuföld landsframleiðsla Íslands. Að vísu er ekki reiknað er með að heimtur verði yfir 10%. Í frétt um málið í Berlingske Tidende er haft eftir Bryan Marshal hjá ráðgjafafyrirtækinu Alvarez & Marshal, sem ber höfuðábyrgð á rekstri þrotabúsins að launagreiðslurnar séu síst of háar. Hann nefnir sem dæmi að ráðgjafafyrirtæki sitt hafi eitt og sér fundið huldar eignir að verðmæti 5 milljarða dollara.
Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira