NBA í nótt: Dallas stöðvaði sigurgöngu San Antonio Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2010 11:18 Dirk Nowitzky og Shawn Marion í leiknum í nótt. Mynd/AP Það kom að því að San Antonio Spurs tapaði aftur leik í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tólf sigra í röð varð liðið að sætta sig við tap gegn Dallas í nótt, 103-94. Dirk Nowitzky fór á kostum í leiknum í nótt og gerði gæfumuninn fyrir Dallas. Hann skoraði 26 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum, þar af bæði þriggja stiga skotin sín. Shawn Marion og Tyson Chandler voru líka öflugir og skoruðu nítján stig hver. San Antonio byrjaði betur og Manu Ginobili skorði margar glæsilegar körfur í fyrri hálfleik. En Dallas vann sig betur inn í leikinn í þeim síðari þar sem liðin skiptust á að vera með forystu.Tony Parker var ekki sáttur við tapið.Mynd/APEn Dallas náði svo að síga fram úr á síðustu mínútum leiksins og reyndist Nowitzky drjúgur á lokasprettinum er Dallas skoraði fjórtán stig gegn aðeins tveimur frá San Antonio. Ginobili skoraði alls 31 stig í leiknum, þar af sextán strax í fyrsta leikhluta. George Hill átti góða innkomu af bekknum og skoraði 21 stig. Þetta var besta byrjun San Antonio í sögu félagsins en liðið er engu að síður enn með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í dag - þrettán sigra og tvö töp.Boston vann Toronto, 110-101. Kevin Garnett skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst. Shaquille O'Neal bætti við sextán stigum og níu fráköstum.Miami vann Philadelphia, 99-90. Dwyane Wade skoraði 23 stig og LeBron James 20 fyrir Miami sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan.Kobe Bryant varð undir í baráttunni við Deron Williams í nótt.Mynd/APUtah vann LA Lakers, 102-96. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Utah sem lenti mest nítján stigum undir í fyrri hálfleik í nótt.Denver vann Chicago, 98-97. Carmelo Anthony tryggði Denver sigurinn með flautukörfu í lok leiksins.Orlando vann Cleveland, 111-100. Dwight Howard skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst fyrir Orlando. Jameeer Nelson bætti við 20 stigum.Oklahoma City vann Indiana, 110-106, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 43 stig fyrir Oklahoma City.Charlotte vann Houston, 99-89. Gerald Wallace skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Charlotte. Boris Diaw bætti við 20 stigum og tók tíu fráköst.New Orleans vann Portland, 97-78. Willie Green skoraði nítján stig fyrir New Orlenas og Trevor Ariza átján.Memphis vann Golden State, 116-111. Rudy Gay skoraði 25 stig fyrir Memphis og OJ Mayo 23.Phoenix vann LA Clippers, 116-108. Jason Richardson skoraði 29 stig og Hakim Warrick 25.Detroit vann Milwaukee, 103-89. Rodney Stuckey skoraði átján stig og var með sjö stoðsendingar. Richard Hamilton bætti við fimmtán stigum og níu stoðsendingum fyrir Detroit. NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Það kom að því að San Antonio Spurs tapaði aftur leik í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tólf sigra í röð varð liðið að sætta sig við tap gegn Dallas í nótt, 103-94. Dirk Nowitzky fór á kostum í leiknum í nótt og gerði gæfumuninn fyrir Dallas. Hann skoraði 26 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum, þar af bæði þriggja stiga skotin sín. Shawn Marion og Tyson Chandler voru líka öflugir og skoruðu nítján stig hver. San Antonio byrjaði betur og Manu Ginobili skorði margar glæsilegar körfur í fyrri hálfleik. En Dallas vann sig betur inn í leikinn í þeim síðari þar sem liðin skiptust á að vera með forystu.Tony Parker var ekki sáttur við tapið.Mynd/APEn Dallas náði svo að síga fram úr á síðustu mínútum leiksins og reyndist Nowitzky drjúgur á lokasprettinum er Dallas skoraði fjórtán stig gegn aðeins tveimur frá San Antonio. Ginobili skoraði alls 31 stig í leiknum, þar af sextán strax í fyrsta leikhluta. George Hill átti góða innkomu af bekknum og skoraði 21 stig. Þetta var besta byrjun San Antonio í sögu félagsins en liðið er engu að síður enn með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í dag - þrettán sigra og tvö töp.Boston vann Toronto, 110-101. Kevin Garnett skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst. Shaquille O'Neal bætti við sextán stigum og níu fráköstum.Miami vann Philadelphia, 99-90. Dwyane Wade skoraði 23 stig og LeBron James 20 fyrir Miami sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan.Kobe Bryant varð undir í baráttunni við Deron Williams í nótt.Mynd/APUtah vann LA Lakers, 102-96. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Utah sem lenti mest nítján stigum undir í fyrri hálfleik í nótt.Denver vann Chicago, 98-97. Carmelo Anthony tryggði Denver sigurinn með flautukörfu í lok leiksins.Orlando vann Cleveland, 111-100. Dwight Howard skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst fyrir Orlando. Jameeer Nelson bætti við 20 stigum.Oklahoma City vann Indiana, 110-106, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 43 stig fyrir Oklahoma City.Charlotte vann Houston, 99-89. Gerald Wallace skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Charlotte. Boris Diaw bætti við 20 stigum og tók tíu fráköst.New Orleans vann Portland, 97-78. Willie Green skoraði nítján stig fyrir New Orlenas og Trevor Ariza átján.Memphis vann Golden State, 116-111. Rudy Gay skoraði 25 stig fyrir Memphis og OJ Mayo 23.Phoenix vann LA Clippers, 116-108. Jason Richardson skoraði 29 stig og Hakim Warrick 25.Detroit vann Milwaukee, 103-89. Rodney Stuckey skoraði átján stig og var með sjö stoðsendingar. Richard Hamilton bætti við fimmtán stigum og níu stoðsendingum fyrir Detroit.
NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira