NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2010 09:00 Ray Allen hitti vel í nótt. Mynd/AP Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83 NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira