Miklu minna framboð af fíkniefnum 21. desember 2010 06:00 fíkniefnahlass Yfirlæknir á Vogi þakkar lögreglu og gjaldeyrishöftum þá þróun að miklu minna af fíkniefnum sé í umferð nú en fyrir fáeinum árum. Á myndinni má sjá fíkniefnahlass, um 109 kíló af amfetamíni, maríjúana, hassi og e-töflum, sem reynt var að smygla til landsins á síðasta ári. „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda