Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG 28. desember 2010 06:00 „Beðin um að segja af sér” var fyrirsögn á viðtali DV við Lilju Mósesdóttur fyrir rúmu ári. Nú veltir hún fyrir sér úrsögn úr þingflokknum. fréttablaðið/valli Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent