NBA: Oklahoma jafnaði metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2010 11:00 Kevin Durant í leiknum í nótt. Mynd/AP Oklahoma City hefur komið mörgum í körfuboltaheiminum á óvart með því að jafna metin gegn LA Lakers í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Oklahoma City vann fjórða leik liðanna í nótt, 110-89, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Sigurinn var eins og tölurnar bera með sér nokkuð öruggur og sáu Kobe Bryant og félagar aldrei til sólar. Gríðarlega mikil stemning var á leiknum en heimamenn í Oklahoma City voru vel studdir af áhorfendum sem voru búnir að troðfylla höllina. „Það er svo sem ekki mikið hægt að segja um þennan leik," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. „Þeir bara fóru alveg með okkur. Byrjunin í seinni hálfleikur hjá okkur var afar slæm. Eftir það vorum við alltaf á hælunum." Nú eru margir sem velta fyrir sér hvort að Oklahoma City geti slegið sjálfa meistarana úr leik strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Kevin Durant var sem fyrr stjarna heimamanna með 22 stig. Hjá Lakers náði sér enginn almennilega á strik. Pau Gasol og Andrew Bynum voru með þrettán stig hvor og Kobe Bryant var með tólf. Næsti leikur liðanna fer fram í Los Angeles og ljóst að bæði lið munu gefa allt sitt í þann leik. Orlando vann Charlotte, 90-86, og er þar með komið með 3-0 forystu í einvígi liðanna. Jameer Nelson fór mikinn í liði Orlando og skoraði 32 stig í leiknum. Rashard Lewis var með fjórtán stig og Dwight Howard þrettán. Hjá Charlotte var Stephen Jackson stigahæstur með nítján stig. Portland vann Phoenix, 96-87, og er staðan í þeirri rimmu nú jöfn, 2-2. LaMarcus Aldridge skoraði 31 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 26 stig. Milwaukee vann Atlanta, 107-89, og minnkaði muninn í rimmunni í 2-1. John Salmons skoraði 22 stig fyrir Milwaukee og Jerry Stackhouse var með sextán. Hjá Atlanta var Joe Johnson með 25 stig. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Oklahoma City hefur komið mörgum í körfuboltaheiminum á óvart með því að jafna metin gegn LA Lakers í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Oklahoma City vann fjórða leik liðanna í nótt, 110-89, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Sigurinn var eins og tölurnar bera með sér nokkuð öruggur og sáu Kobe Bryant og félagar aldrei til sólar. Gríðarlega mikil stemning var á leiknum en heimamenn í Oklahoma City voru vel studdir af áhorfendum sem voru búnir að troðfylla höllina. „Það er svo sem ekki mikið hægt að segja um þennan leik," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn. „Þeir bara fóru alveg með okkur. Byrjunin í seinni hálfleikur hjá okkur var afar slæm. Eftir það vorum við alltaf á hælunum." Nú eru margir sem velta fyrir sér hvort að Oklahoma City geti slegið sjálfa meistarana úr leik strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Kevin Durant var sem fyrr stjarna heimamanna með 22 stig. Hjá Lakers náði sér enginn almennilega á strik. Pau Gasol og Andrew Bynum voru með þrettán stig hvor og Kobe Bryant var með tólf. Næsti leikur liðanna fer fram í Los Angeles og ljóst að bæði lið munu gefa allt sitt í þann leik. Orlando vann Charlotte, 90-86, og er þar með komið með 3-0 forystu í einvígi liðanna. Jameer Nelson fór mikinn í liði Orlando og skoraði 32 stig í leiknum. Rashard Lewis var með fjórtán stig og Dwight Howard þrettán. Hjá Charlotte var Stephen Jackson stigahæstur með nítján stig. Portland vann Phoenix, 96-87, og er staðan í þeirri rimmu nú jöfn, 2-2. LaMarcus Aldridge skoraði 31 stig fyrir Portland og Andre Miller fimmtán. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 26 stig. Milwaukee vann Atlanta, 107-89, og minnkaði muninn í rimmunni í 2-1. John Salmons skoraði 22 stig fyrir Milwaukee og Jerry Stackhouse var með sextán. Hjá Atlanta var Joe Johnson með 25 stig.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira