Ráðherra segir Brasilíu ógnað af gjaldmiðlastríði 28. september 2010 13:26 Gudio Mantega fjármálaráðherra Brasilíu segir að landinu sé nú ógnað af gjaldmiðlastríði sem geysi á alþjóðamörkuðum. Ríkisstjórnir um allan heim reyni nú að veikja gengi gjaldmiðla sinna til að auka samkeppnishæfi hagkerfa sinna. Á móti veikist samkeppnishæfni þjóða á borð við Brasilíu. Mantega lét þessi orð falla í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum. Ummælin koma í kjölfar fregna um að seðlabankastjórar í löndum á borð við Japan, Kína og Taiwan hafa ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaði sína til að reyna að veikja gengi sinna eigin gjaldmiðla. Mantega hefur þarna sagt opinberlega frá því sem margir hafa hvíslað um undanfarnar vikur og mánuði. Veikara gengi gjaldmiðils þýðir að útflutningur frá viðkomandi landi verður ódýrari, eykst því og aðstoðar þannig við að koma hjólum atvinnulífsins í gang að nýju eftir kreppuna. Gott dæmi um þetta er Ísland en útflutningsatvinnuvegir landsins hafa blómstrað eftir að gengi krónunnar hrundi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Kína er dæmi um land þar sem stjórnvöld hafa ítrekað beitt inngripum á gjaldeyrismarkaði til að þrýsta gengi gjaldmiðils síns niður. Þetta hafa kínversk stjórnvöld gert þrátt fyrir gífurlegan þrýsting frá Bandaríkjamönnum um að láta gjaldmiðilinn í friði og leyfa honum að styrkjast á eðlilegan hátt. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gudio Mantega fjármálaráðherra Brasilíu segir að landinu sé nú ógnað af gjaldmiðlastríði sem geysi á alþjóðamörkuðum. Ríkisstjórnir um allan heim reyni nú að veikja gengi gjaldmiðla sinna til að auka samkeppnishæfi hagkerfa sinna. Á móti veikist samkeppnishæfni þjóða á borð við Brasilíu. Mantega lét þessi orð falla í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum. Ummælin koma í kjölfar fregna um að seðlabankastjórar í löndum á borð við Japan, Kína og Taiwan hafa ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaði sína til að reyna að veikja gengi sinna eigin gjaldmiðla. Mantega hefur þarna sagt opinberlega frá því sem margir hafa hvíslað um undanfarnar vikur og mánuði. Veikara gengi gjaldmiðils þýðir að útflutningur frá viðkomandi landi verður ódýrari, eykst því og aðstoðar þannig við að koma hjólum atvinnulífsins í gang að nýju eftir kreppuna. Gott dæmi um þetta er Ísland en útflutningsatvinnuvegir landsins hafa blómstrað eftir að gengi krónunnar hrundi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Kína er dæmi um land þar sem stjórnvöld hafa ítrekað beitt inngripum á gjaldeyrismarkaði til að þrýsta gengi gjaldmiðils síns niður. Þetta hafa kínversk stjórnvöld gert þrátt fyrir gífurlegan þrýsting frá Bandaríkjamönnum um að láta gjaldmiðilinn í friði og leyfa honum að styrkjast á eðlilegan hátt.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira