Tímatakan lykill að sigursókn Hamiltons 16. apríl 2010 09:35 Lewis Hamilton vill slást um sigur í Kína eftir góða frammistöðu á æfingum. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira