Tímatakan lykill að sigursókn Hamiltons 16. apríl 2010 09:35 Lewis Hamilton vill slást um sigur í Kína eftir góða frammistöðu á æfingum. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira