Björgólfur og Sigurður Einarsson verða ekki sviptir fálkaorðunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 13:35 Hin íslenska Fálkaorða er veitt reglulega að Bessastöðum. Mynd/ Vilhelm. Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur. Fálkaorðan Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur.
Fálkaorðan Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira