Tíska og hönnun

Nafnið bara passaði

Signý Kolbeinsdóttir rekur fyrirtækið Tulipop ásamt vinkonu sinni, Hildi Árnadóttur. Tulipop framleiðir meðal annars falleg kort og skissubækur.
Signý Kolbeinsdóttir rekur fyrirtækið Tulipop ásamt vinkonu sinni, Hildi Árnadóttur. Tulipop framleiðir meðal annars falleg kort og skissubækur.
Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir reka saman hönnunar­fyrirtækið Tulipop. Signý sér um að hanna vörurnar en Helga sér um viðskiptahlið fyrirtækisins.

Þær stöllur kynntust þegar þær stunduðu nám við Menntaskólann í Reykjavík og hafa verið vinkonur allar götur síðan. Að sögn Signýjar hafði hugmyndin að fyrirtækinu verið lengi til þar til þær loks stofnuðu Tulipop í janúar á þessu ári. „Sagan í kringum nafnið er löng og flókin en okkur fannst nafnið Tulipop eiginlega bara smellpassa við teikningarnar mínar,“ útskýrir Signý.

Tulipop hefur hingað til aðallega framleitt falleg kort og skissubækur en mun bæta við vörulínu sína innan skamms. „Við ákváðum að byrja smátt og fara svo út í stærri hluti. Við erum byrjaðar að selja vörur okkur erlendis og þær fást núna víða í Svíþjóð og einnig í Kisunni í New York þannig að það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Signý glaðlega. Hér heima fást vörur Tulipop meðal annars í verslununum Mýrinni, Aurum, Epal og Kisunni.

Stúlkurnar hafa einnig tekið að sér nokkur hliðarverkefni og hönnuðu meðal annars páskaegg fyrir UNICEF um síðustu páska og nú síðast sparibauk fyrir MP banka sem Signý segist hlakka til að sjá verða að veruleika.

Þegar hún er að lokum spurð hvaðan hún fái hugmyndirnar að fígúrum sínum segir Signý þær koma til hennar í hollum. „Eins og núna, á meðan ég tala í símann er ég að krassa á blað. Stundum er hægt að nota eitthvað sem kemur úr því krassi,“ segir hún og hlær. - sm

Heimasíða Tulipop.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.