Hönnuðir opna verslunina Kiosk Búðardóttur 22. júlí 2010 13:00 Tíu efnilegir hönnuðir opna saman verslunina Kiosk Búðardóttur. Á myndina vantar Rebekku Jónsdóttur, Ýr Þrastardóttur og Sævar Markús. fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Þetta er samvinnuverkefni tíu hönnuða sem ákváðu að opna verslun á eigin vegum svo hægt væri að halda verðinu niðri. Okkur fannst líka sniðugt að standa saman í þessu þar sem það er minni fjárhagsleg áhætta fyrir hvern og einn auk þess sem fyrirkomulagið hentar okkur vel. Við skiptum á milli okkar vöktum og því gefst meiri tími til að sinna hönnunarvinnu," útskýrir Ásgrímur Már Friðriksson, en hann er á meðal þeirra hönnuða sem opna verslunina Kiosk Búðardóttur við Laugaveg 33. Ásgrímur Már segir hönnuðina sjálfa hafa tekið að sér hlutverk iðnaðarmanna og hafi blóð, sviti og tár farið í að hanna verslunina. „Við stóðum sjálf í því að taka allt húsnæðið í gegn og við erum afskaplega stolt af versluninni. Þetta er gamalt hús og það var mikið sparslað," segir hann og hlær. Auk Ásmundar Más munu hönnuðirnir Eygló Lárusdóttur, Rebekka Jónsdóttir, Sævar Markús, Ýr Þrastardóttir, Arna Sigrún Haraldsdóttir, Hlín Reykdal, María Sigurðardóttir og Edda og Sólveig Guðmundsdætur selja hönnun sína í versluninni. Sérstakt opnunarteiti verður haldið í tilefni opnunarinnar og hefst gamanið klukkan 17.00 í dag. Danski plötusnúðurinn Dj Djuna Barnes mun leika létta tóna og veitingar verða í boði. - sm Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er samvinnuverkefni tíu hönnuða sem ákváðu að opna verslun á eigin vegum svo hægt væri að halda verðinu niðri. Okkur fannst líka sniðugt að standa saman í þessu þar sem það er minni fjárhagsleg áhætta fyrir hvern og einn auk þess sem fyrirkomulagið hentar okkur vel. Við skiptum á milli okkar vöktum og því gefst meiri tími til að sinna hönnunarvinnu," útskýrir Ásgrímur Már Friðriksson, en hann er á meðal þeirra hönnuða sem opna verslunina Kiosk Búðardóttur við Laugaveg 33. Ásgrímur Már segir hönnuðina sjálfa hafa tekið að sér hlutverk iðnaðarmanna og hafi blóð, sviti og tár farið í að hanna verslunina. „Við stóðum sjálf í því að taka allt húsnæðið í gegn og við erum afskaplega stolt af versluninni. Þetta er gamalt hús og það var mikið sparslað," segir hann og hlær. Auk Ásmundar Más munu hönnuðirnir Eygló Lárusdóttur, Rebekka Jónsdóttir, Sævar Markús, Ýr Þrastardóttir, Arna Sigrún Haraldsdóttir, Hlín Reykdal, María Sigurðardóttir og Edda og Sólveig Guðmundsdætur selja hönnun sína í versluninni. Sérstakt opnunarteiti verður haldið í tilefni opnunarinnar og hefst gamanið klukkan 17.00 í dag. Danski plötusnúðurinn Dj Djuna Barnes mun leika létta tóna og veitingar verða í boði. - sm
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira