NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2010 11:00 Tim Duncan Mynd/AP San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira