Talið að draga verði úr ráðherraræðinu 17. apríl 2010 06:00 Ráðherrar glugga í skýrsluna Meðal þess sem þarf að gera er að draga úr ráðherraræði og efla nefndarstarf Alþingis. Menntamálaráðherra vill að skoðað verði hvernig jafnvægi ríki milli þings og framkvæmdarvalds á Norðurlöndum. Fréttablaðið/gva Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira