Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 29. apríl 2009 08:00 Rakel Sverrisdóttir. Mynd/Stefán „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo. Markaðir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira
„Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo.
Markaðir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira