Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. maí 2009 11:26 Turner, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, yfirgefur fund Downingstræti 10 eftir fund með forsætisráðherra. Mynd/ AFP Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira