Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins fékk 4 milljarða króna launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. maí 2009 11:26 Turner, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, yfirgefur fund Downingstræti 10 eftir fund með forsætisráðherra. Mynd/ AFP Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í Bretlandi, sem stóð vaktina þegar bankakerfið hrundi nánast vegna alheimskreppunnar, fékk í síðasta mánuði launabónusa að upphæð 19,7 milljónir pund eða um 4 milljarða íslenskar krónur sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Einn yfirmaður hjá stofnuninni fékk greidd 90 þúsund pund í apríl, eða 18 milljónir íslenskar krónur, og 10 starfsmenn fengu 50 þúsund pund, sem samsvarar 10 milljónum króna, eða meira. Að meðaltali fengu 2500 starfsmenn Fjármálaeftirlitsins 8000 pund í bónusa í apríl. Þetta sýna tölur frá stofnuninni sem birtar voru á grundvelli upplýsingalaga. Upplýsingarnar leiða líka í ljós að laun 174 starfsmanna stofnunarinnar eru talin með sex tölustöfum og að meðaltali fengu þessir starfsmenn rúm 22 þúsund pund í bónusa. Einungis þrír þessara starfsmanna fengu enga bónusa greidda. Don Foster, þingmaður úr röðum frjálslyndra demókrata, sem óskaði eftir upplýsingunum er gáttaður á þessu. „Miðað við þann vanda sem fjármálakerfið hefur verið í finnst mér mjög undarlegt að Fjármálaeftirlitið sé að greiða nokkrum manni bónusa á þessu ári," segir hann. „Einungis ætti að greiða launabónusa þegar einhver gerir eitthvað umfram starfsskyldur sínar. Margir hafa efasemdir um að Fjármálaeftirlitið hafi sinnt grundvallarhlutverki sínu," segir hann.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira