David Beckham kom inn á sem varamaður fyrir AC Milan sem gerði 1-1 jafntefli við Werder Bremen í Þýskalandi í kvöld.
Þetta var fyrri leikur liðanna í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar en liðin mætast á ný eftir tvær vikur og þá á San Siro.
Filippo Inzaghi kom AC Milan yfir á 36. mínútu leiksins en Diego jafnaði metin fyrir heimamenn á 84. mínútu.
Kaka var ekki með Milan í kvöld vegna meiðsla og David Beckham kom inn á sem varamaður fyrir Ronaldinho á 89. mínútu.