Landstjóri Guernsey á leið til Íslands að ræða Landsbankamál 31. júlí 2009 09:05 Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lyndon Trott landstjóri eyjarinnar Guernsey er væntanlegur til Íslands í næstu viku til að ræða við stjórnvöld um málefni innistæðueigenda í útibúi Landsbankans á eyjunni. Þetta kemur fram í frétt á BBC en Trott hefur legið undir mikilli gagnrýni á Guernsey fyrir aðgerðarleysi í Landsbankamálinu þar. Innistæðueigendur áttu um 3,5 milljónir punda inni á reikningum Landsbankans þegar hann hrundi s.l. haust. Trott átti fund með innistæðueigendum í október s.l. og lofaði þá að hjálpa þeim. Nú er komið í ljós að stjórnvöld á Guernsey hafa ekki haldið neina fundi með breska dómsmálaráðuneytinu um málið. Aðgerðahópur innistæðueigenda Landsbankans á eyjunni (LGDAG) er ekki sáttur við þróun mála. „Okkur hefur margoft verið sagt að stöðugir fundir hafi verið í gangi við fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið," segir Nick Dickens talsmaður LGDAG. „Lykilatriðið er að dómsmálaráðuneytið á að verja Guernsey gegn utanaðkomandi ógnunum og íslenska bankahrunið er utanaðkomandi ógnun." Dickens bendir á að Guernsey sé eina lögsagan á Bretlandseyjyum sem ekki hafi komið innistæðueigendum í íslensku bönkunum til hjálpar. Hann nefnir sem dæmi að á eyjunni Mön hafi stjórnvöld lagt fram 193 milljónir punda til innistæðueigenda þar. Trott segir að hann muni í næstu viku fara til Íslands ásamt hópi af háttsettum embættismönnum eyjarinnar. „Við munum ræða við íslensk stjórnvöld um lausn á þessu máli," segir hann.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira