Royal Unibrew á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni 26. ágúst 2009 08:34 Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa verið á mikilli siglingu í dönsku kauphöllinni í morgun og hafa hækkað um tæp 26% í verði. Hluturinn stóð í 126 danskar kr. við lokun markaðarins í gærdag en er kominn í 158,50 danskar kr. í morgun. Ástæðan að baki þessarar miklu hækkunnar er að stjórn Unibrew býst nú við að hagnaður af kjarnastarfsemi sinni í ár verði á bilinu 170 til 210 milljónir danskra kr. eða allt að rúmlega fimm milljarðar kr. Áður lágu væntingar um hagnaðinn „í kringum 135 milljónir" danskra kr. Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor en um er að ræða næststærsta bruggverksmiðjur Danmerkur. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%. Í frétt um málið í börsen.dk segir að frá því að hlutir í Unibrew náðu sínu lægst verði í mars s.l. hafa þeir hækkað um 350%. Þeir eiga samt nokkuð í land enn að ná hámarksverði sínu eins og það var fyrir ári síðan. Ástæðan fyrir uppfærðum hagnaðarvæntingum er aukin sala á vörum Unibrew sem m.a. framleiðir Faxe Kondi gosdrykkinn og Ceres ölið. Þá hefur markaðurinn einnig tekið jákvætt í að stjórn Unibrew hefur markvisst unnið að því að minnka skuldir sem hvíla á bruggverksmiðjunum. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins hjá Unibrew sem kynnt var í morgun nam hagnaður á tímabilinu tæpum 17 milljónum danskra kr. eftirt skatta. Til samanburðar var tæplega 12 milljón danskra kr. tap á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.
Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira