Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun þegar trú fjárfesta á björgunaraðgerðir ríkisstjórna víða um heiminn óx. Í Kína hækkuðu bréf stærsta álframleiðandans um 5,6 prósent og stærsta smásöluverslunarkeðja Japans hækkaði einnig í verði. Bréf Toyota halda þó áfram að lækka og hefur minnkandi bílasala í Bandaríkjunum töluverð áhrif þar en stór hluti framleiðslu Toyota fer á Bandaríkjamarkað.
Hækkun á Asíumörkuðum
