Danir hætta við neyðaraðstoð til Lettlands 13. maí 2009 09:44 Danski seðlabankinn, Nationalbanken, hefur ákveðið að framlengja ekki gjaldmiðlaskipasamningi sínum við Lettland sem hefur veitt Lettlandi mikilvæga neyðaraðstoð í formi aðgengis að evrum í skiptum fyrir lats. Um er að ræða samskonar samning og Ísland hefur við seðlabanka í þremur Norðurlandanna. Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að sænski seðlabankinn, Riksbanken, hafi hinsvegar framlengt sínum gjaldmiðlaskiptasamningi við Lettland en hann hljóðar upp á 500 milljónir evra sem er sama upphæð og í samningi Riksbanken við Seðlabanka Íslands. Danski samningurinn við Lettland var smærri í sniðum eða upp á 125 milljónir evra. Samkvæmt frétt business.dk ætlar Nationalbanken að bíða eftir skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður en afstaða verður tekin til þess að gera nýjan samning við Lettland. Lettar eiga í gífurlegum efnahagserfiðleikum þessa stundina og dróst landsframleiðsla þeirra saman um 18% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danski seðlabankinn, Nationalbanken, hefur ákveðið að framlengja ekki gjaldmiðlaskipasamningi sínum við Lettland sem hefur veitt Lettlandi mikilvæga neyðaraðstoð í formi aðgengis að evrum í skiptum fyrir lats. Um er að ræða samskonar samning og Ísland hefur við seðlabanka í þremur Norðurlandanna. Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að sænski seðlabankinn, Riksbanken, hafi hinsvegar framlengt sínum gjaldmiðlaskiptasamningi við Lettland en hann hljóðar upp á 500 milljónir evra sem er sama upphæð og í samningi Riksbanken við Seðlabanka Íslands. Danski samningurinn við Lettland var smærri í sniðum eða upp á 125 milljónir evra. Samkvæmt frétt business.dk ætlar Nationalbanken að bíða eftir skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður en afstaða verður tekin til þess að gera nýjan samning við Lettland. Lettar eiga í gífurlegum efnahagserfiðleikum þessa stundina og dróst landsframleiðsla þeirra saman um 18% á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira