Fréttir og fótbolti 4. júlí 2009 00:01 Síðasta sunnudag var úrslitaleikur svokallaðrar álfukeppni í knattspyrnu leikinn. Þar áttust við lið Bandaríkjamanna og margfaldir heimsmeistarar Brasilíumanna. Leikurinn var hin besta skemmtun. Bandaríkjamenn komu verulega á óvart með frækilegri framgöngu og í hálfleik var staðan 2-0 þeim í vil. Þá bitu Brasilíumenn í skjaldarrendur. Þeir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og fóru með sigur af hólmi. Leikurinn var skólabókardæmi um flest það sem gert hefur knattspyrnu að vinsælustu íþrótt í heimi. Sjónvarpið á heiður skilinn fyrir að sýna leikinn í beinni útsendingu. Leikurinn fór fram á hefðbundnum fréttatíma hérlendis. Fyrir vikið varð að hliðra fréttatímanum til, eins og áralöng hefð er fyrir þegar heimssögulegir atburðir eða Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eiga í hlut. Þrátt fyrir þetta sáu einhverjir ástæðu til að fjargviðrast yfir því að fréttirnar skyldu ekki vera á réttum tíma. Einn fór mikinn á blogginu sínu, fannst nú sem Icesave væri mikilvægara en einhver fótbolti og óafsakanlegt að taka afþreyingarefni í hæsta gæðaflokki fram yfir nýjasta þvargið í stjórnmálaleiðtogunum okkar um það viðkvæma mál. Fréttirnar eiga að hans mati að vera klukkan sjö en ekki sex og allt annað að víkja á þeim tíma. Á honum var að skilja að kreppan hans dýrmæta myndi seyrna og skemmast ef hann fengi ekki nýjustu eymdarfréttirnar stundvíslega á hverjum degi. Auðvitað ætti Sjónvarpið fyrir löngu að vera búið að koma sér upp sérstakri rás til að sýna frá merkilegum viðburðum, sem einhverjir kynnu ekki að hafa áhuga á, í stað þess að dagskráin fari alltaf öll á ská og skjön með reglulegu millibili, til dæmis í kringum HM eða EM í fótbolta og Ólympíuleika. En í raun er þessi tilfærsla dagskrárliða fyrir löngu orðin rótgróinn hluti af íslenskri sjónvarpshefð og engum ofraun að fylgjast með því hvenær fréttirnar eru þegar þannig ber undir. Kreppufréttir og Icesave-umræða eru vitaskuld bráðnauðsynlegar lýðræðinu í landinu. En kreppan er ekki að fara neitt. Hún verður hér enn eftir að næsti fótboltaleikur er búinn og líka sá þarnæsti. Allt hefur sinn tíma. Og stundum er einfaldlega tími til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða – þótt það sé kreppa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun
Síðasta sunnudag var úrslitaleikur svokallaðrar álfukeppni í knattspyrnu leikinn. Þar áttust við lið Bandaríkjamanna og margfaldir heimsmeistarar Brasilíumanna. Leikurinn var hin besta skemmtun. Bandaríkjamenn komu verulega á óvart með frækilegri framgöngu og í hálfleik var staðan 2-0 þeim í vil. Þá bitu Brasilíumenn í skjaldarrendur. Þeir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og fóru með sigur af hólmi. Leikurinn var skólabókardæmi um flest það sem gert hefur knattspyrnu að vinsælustu íþrótt í heimi. Sjónvarpið á heiður skilinn fyrir að sýna leikinn í beinni útsendingu. Leikurinn fór fram á hefðbundnum fréttatíma hérlendis. Fyrir vikið varð að hliðra fréttatímanum til, eins og áralöng hefð er fyrir þegar heimssögulegir atburðir eða Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eiga í hlut. Þrátt fyrir þetta sáu einhverjir ástæðu til að fjargviðrast yfir því að fréttirnar skyldu ekki vera á réttum tíma. Einn fór mikinn á blogginu sínu, fannst nú sem Icesave væri mikilvægara en einhver fótbolti og óafsakanlegt að taka afþreyingarefni í hæsta gæðaflokki fram yfir nýjasta þvargið í stjórnmálaleiðtogunum okkar um það viðkvæma mál. Fréttirnar eiga að hans mati að vera klukkan sjö en ekki sex og allt annað að víkja á þeim tíma. Á honum var að skilja að kreppan hans dýrmæta myndi seyrna og skemmast ef hann fengi ekki nýjustu eymdarfréttirnar stundvíslega á hverjum degi. Auðvitað ætti Sjónvarpið fyrir löngu að vera búið að koma sér upp sérstakri rás til að sýna frá merkilegum viðburðum, sem einhverjir kynnu ekki að hafa áhuga á, í stað þess að dagskráin fari alltaf öll á ská og skjön með reglulegu millibili, til dæmis í kringum HM eða EM í fótbolta og Ólympíuleika. En í raun er þessi tilfærsla dagskrárliða fyrir löngu orðin rótgróinn hluti af íslenskri sjónvarpshefð og engum ofraun að fylgjast með því hvenær fréttirnar eru þegar þannig ber undir. Kreppufréttir og Icesave-umræða eru vitaskuld bráðnauðsynlegar lýðræðinu í landinu. En kreppan er ekki að fara neitt. Hún verður hér enn eftir að næsti fótboltaleikur er búinn og líka sá þarnæsti. Allt hefur sinn tíma. Og stundum er einfaldlega tími til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða – þótt það sé kreppa.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun