Sveitarstjórnir fá innistæður til baka úr íslensku bönkunum 20. apríl 2009 09:59 Breskar sveitarstjórnir og aðrir opinberir aðilar í Bretlandi sem áttu innistæður inn í íslensku bönkunum þegar þeir hrundu s.l. haust muni fá megnið af innistæðunum endurgreiddar. Í BBC segir að hugsanlega náist að endurgreiða allt að 90% af þessum innistæðum. Fram hefur komið í fréttum að þeir sem áttu innistæður inni í Heritable bankanum, dótturfélagi Landsbankans, muni fá allt að 80% af innistæðum sínum eða um 300 milljónir punda, um 57 milljarða kr. endurgreiddar. Ef markaðsaðstæður batna gæti þetta hlutfallið orðið allt að 90%. Þetta er mat skilanefndar bankans ytra. Mikið af lánasafni Heritable er í fasteignum og ef fasteignamarkaðurinn á Bretlandseyjum fer að taka við sér megi innistæðueigendurnir eiga von á að fá hærra hlutfall af innistæðum sínum. Í dag verður svo birt ný skýrsla frá Ernst & Young, sem stjórna Singer & Friedlander bankanum, dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi á eyjunni Mön. Innistæðueigendur þar hafa þegar fengið loforð um að fá borgað 60% af innistæðum sínum. Í dag kemur í ljós hvort eignir bankans dugi fyrir hærra hlutfalli en m.v. fyrrgreint hlutfall nemur tap innistæðueigendanna um 400 miljónum punda eða um 76 milljörðum punda. Í frétt um málið á Timesonline segir að margir sem áttu fé inni hjá Singer & Friedlander séu að íhuga lögsókn gegn þeim sem ráðlögðu þeim að fjárfesta hjá bankanum. Endurskoðandi hjá einu af ráðgjafafyrirtækjunum sem mæltu með því að fjárfesta hjá íslensku bönkunum segir að það verða kröfur upp á milljónir punda sem væntanlega fari fyrir dómstóla. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breskar sveitarstjórnir og aðrir opinberir aðilar í Bretlandi sem áttu innistæður inn í íslensku bönkunum þegar þeir hrundu s.l. haust muni fá megnið af innistæðunum endurgreiddar. Í BBC segir að hugsanlega náist að endurgreiða allt að 90% af þessum innistæðum. Fram hefur komið í fréttum að þeir sem áttu innistæður inni í Heritable bankanum, dótturfélagi Landsbankans, muni fá allt að 80% af innistæðum sínum eða um 300 milljónir punda, um 57 milljarða kr. endurgreiddar. Ef markaðsaðstæður batna gæti þetta hlutfallið orðið allt að 90%. Þetta er mat skilanefndar bankans ytra. Mikið af lánasafni Heritable er í fasteignum og ef fasteignamarkaðurinn á Bretlandseyjum fer að taka við sér megi innistæðueigendurnir eiga von á að fá hærra hlutfall af innistæðum sínum. Í dag verður svo birt ný skýrsla frá Ernst & Young, sem stjórna Singer & Friedlander bankanum, dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi á eyjunni Mön. Innistæðueigendur þar hafa þegar fengið loforð um að fá borgað 60% af innistæðum sínum. Í dag kemur í ljós hvort eignir bankans dugi fyrir hærra hlutfalli en m.v. fyrrgreint hlutfall nemur tap innistæðueigendanna um 400 miljónum punda eða um 76 milljörðum punda. Í frétt um málið á Timesonline segir að margir sem áttu fé inni hjá Singer & Friedlander séu að íhuga lögsókn gegn þeim sem ráðlögðu þeim að fjárfesta hjá bankanum. Endurskoðandi hjá einu af ráðgjafafyrirtækjunum sem mæltu með því að fjárfesta hjá íslensku bönkunum segir að það verða kröfur upp á milljónir punda sem væntanlega fari fyrir dómstóla.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira