Áttu að slíta starfsemi Samvinnutrygginga fyrir löngu 7. desember 2009 18:31 Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira