ECB dælir tröllvöxnum upphæðum inn í bankakerfi Evrópu 24. júní 2009 18:25 Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ECB ætli með þessu að freista þess að örva útlán banka til fyrirtækja og einstaklinga og vinna þar með gegn samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er langtum stærsta innspýting sem bankinn hefur ráðist í frá upphafi. Hún jafngildir því að bankinn nær tvöfaldi núverandi fyrirgreiðslu í kerfinu, þar sem hún mun vaxa um 70% og nemur fjárhæðin um 5% af landsframleiðslu aðildarríkjanna. Búist er við að ríflega ellefu hundruð bankar muni nýta sér fyrirgreiðslu ECB. Í boði eru lán til eins árs með 1% vöxtum. Mikla spurn eftir þessum lánum má rekja til þess að markaðsaðilar búast nú við því að vextir fari að stíga upp á við á evrusvæðinu og er hér því um að ræða gott tækifæri til að fjármagna banka á undragóðum kjörum.Vonir standa til þess að aðgerðin lækki fjármögnunarkostnað banka umtalsvert. Þannig ættu skammtímavextir til eins árs einnig að lækka. Vextir á skemmri endanum á evrusvæðinu eru nú lægri en í Bandaríkjunum. Þá hafa millibankavextir í evrum einnig lækkað, um 2,6 punkta, niður í 1,185%. ECB varaði við því í síðustu viku, að bankar á evrusvæðinu þyrftu á næstu 18 mánuðum að afskrifa um 200 milljarða evra umfram það sem þegar hefur verið afskrifað. Lausafjárfyrirgreiðslan sem tilkynnt var í dag ætti að draga úr neikvæðum áhrifum þessara afskrifta á rekstur viðskiptabankanna Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. Fjallað er um málið í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ECB ætli með þessu að freista þess að örva útlán banka til fyrirtækja og einstaklinga og vinna þar með gegn samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er langtum stærsta innspýting sem bankinn hefur ráðist í frá upphafi. Hún jafngildir því að bankinn nær tvöfaldi núverandi fyrirgreiðslu í kerfinu, þar sem hún mun vaxa um 70% og nemur fjárhæðin um 5% af landsframleiðslu aðildarríkjanna. Búist er við að ríflega ellefu hundruð bankar muni nýta sér fyrirgreiðslu ECB. Í boði eru lán til eins árs með 1% vöxtum. Mikla spurn eftir þessum lánum má rekja til þess að markaðsaðilar búast nú við því að vextir fari að stíga upp á við á evrusvæðinu og er hér því um að ræða gott tækifæri til að fjármagna banka á undragóðum kjörum.Vonir standa til þess að aðgerðin lækki fjármögnunarkostnað banka umtalsvert. Þannig ættu skammtímavextir til eins árs einnig að lækka. Vextir á skemmri endanum á evrusvæðinu eru nú lægri en í Bandaríkjunum. Þá hafa millibankavextir í evrum einnig lækkað, um 2,6 punkta, niður í 1,185%. ECB varaði við því í síðustu viku, að bankar á evrusvæðinu þyrftu á næstu 18 mánuðum að afskrifa um 200 milljarða evra umfram það sem þegar hefur verið afskrifað. Lausafjárfyrirgreiðslan sem tilkynnt var í dag ætti að draga úr neikvæðum áhrifum þessara afskrifta á rekstur viðskiptabankanna
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira