Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm Gunnar Örn Jónsson skrifar 20. ágúst 2009 16:15 Frá London. Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Í júlí nam fjárlagahalli breska ríkisins 5,1 milljarði punda samanborið við tekjuafgang upp á 7,8 milljarða punda í júlí 2008. Heildarskuldir Breska ríkissjóðsins nemur nú 800,8 milljörðum punda eða 56,8% af landsframleiðslu Bretlands. Þetta hlutfall skulda af landsframleiðslu er það mesta síðan mælingar hófust árið 1974. Breska ríkið hefur eytt rúmlega 140 milljörðum punda við að bjarga bönkum frá gjaldþroti en þó að þau lán séu undanskilin nema lántökur breska ríkisins 658,1 milljarði punda eða 46,6% af landsframleiðslu. Allir helstu fjölmiðlar Bretlands hafa fjallað um málið í dag. Þar segir ennfremur að vanalega sé júlí góður mánuður fyrir ríkissjóð þar sem skattgreiðslur eru oft á tíðum háar í þeim mánuði. Því koma tíðindin Bretum í opna skjöldu en breskir neytendur létu til sín taka á breskum verslunarmarkaði í júlí, í ljósi jákvæðra tíðinda af bresku efnahagslífi að undanförnu. Sala á smásölumarkaði í Bretlandi jókst í kjölfarið um 0,4% frá júní mánuði. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Í júlí nam fjárlagahalli breska ríkisins 5,1 milljarði punda samanborið við tekjuafgang upp á 7,8 milljarða punda í júlí 2008. Heildarskuldir Breska ríkissjóðsins nemur nú 800,8 milljörðum punda eða 56,8% af landsframleiðslu Bretlands. Þetta hlutfall skulda af landsframleiðslu er það mesta síðan mælingar hófust árið 1974. Breska ríkið hefur eytt rúmlega 140 milljörðum punda við að bjarga bönkum frá gjaldþroti en þó að þau lán séu undanskilin nema lántökur breska ríkisins 658,1 milljarði punda eða 46,6% af landsframleiðslu. Allir helstu fjölmiðlar Bretlands hafa fjallað um málið í dag. Þar segir ennfremur að vanalega sé júlí góður mánuður fyrir ríkissjóð þar sem skattgreiðslur eru oft á tíðum háar í þeim mánuði. Því koma tíðindin Bretum í opna skjöldu en breskir neytendur létu til sín taka á breskum verslunarmarkaði í júlí, í ljósi jákvæðra tíðinda af bresku efnahagslífi að undanförnu. Sala á smásölumarkaði í Bretlandi jókst í kjölfarið um 0,4% frá júní mánuði.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira