Seðlabanki Svíþjóðar refsar bönkum fyrir að lána ekki 2. júlí 2009 10:25 Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira