Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall 29. maí 2009 15:49 Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. Samkomulagið við Magna er þó háð samþykki þýska ríkisins sem hefur heitið því að veita lán upp á einn komma fjóra milljarða evra til nýrra eigenda svo halda megi rekstri Opel áfram í Þýskalandi. Óvíst er þó hvort það lán fæst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið og General Motors vestanhafs tilkynntu þýskum yfirvöldum í gær að þörf væri á þrjú hundruð milljónum evra til viðbótar. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og sveitastjórar í héruðum þar sem Opel verksmiðjur eru reknar funda um málið síðar í dag. Búist er við að General Motors í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota á mánudaginn. Svo gæti farið að þýsk yfirvöld ákveði að veita ekki lán til bjargar Opel en margir telja að það verði á endanum ódýrara fyrri þýska ríkið að leyfa evrópuarmi General Motors að fara á hausinn en að halda honum í rekstri.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira