Tískukroppar kreppunnar eru búttaðir og mjúkir 15. apríl 2009 16:08 Þvengmjóar fyrirsætur með heróín-útlit heyra nú sögunni til. Þær voru andlit uppsveiflunnar í tískunni á síðustu árum. Í dag eru tískukroppar kreppunnar búttaðir og mjúkir samkvæmt úttekt sem börsen.dk hefur gert á málinu. Brjóstastærðin á fyrirsætunum hefur blásið út um nokkur skálanúmer eftir að kreppan skall á og sjást þess greinilega merki á forsíðum tískutímarita þessa dagana. Það kemur sumsé í ljós að á krepputímum vilja menn nota fatafyrirsætur með heilbrigðar og mjúkar línur. Fyrirsætur sem eru jafnmikið augnayndi í garðinum sem á götunni. Hönnuðir og fataframleiðendur taka nú mið af þessum breytingum á smekk almennings enda eru þvengmjóar fyrirsætur með innfallnar kinnar ekki það sem fólk vill sjá í kreppunni. Franski nærfataframleiðandinn Lejaby hefur gengið svo langt að fyrirtækið kynnir nú sérstaka fatalínu sem er eingöngu fyrir konur sem geta fyllt vel út í brjóstahaldarana. Línan ber nafnið Elixir de Lingerie og segir talsmaður Lejaby að hún sé svarið við stærri brjóstum á fyrirsætum sem er tískuþróunin í Evrópu þessa stundina. Umboðsskrifstofur tískufyrirsætanna verða áþreifanlega varar við þessa nýju hugsun í útliti á skjólstæðingum sínum. Sem dæmi er tekið fyrirsætan Christina Pram hjá Scoop Models sem hefur meir en nóg að gera í augnablikinu. „Christina er grönn en hefur jafnfram línur sem þykja heitar í dag," segir Bente Lundquist annar eigenda Scoop Models. Christina Pram prýðir myndina sem fylgir með þessari umfjöllun. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þvengmjóar fyrirsætur með heróín-útlit heyra nú sögunni til. Þær voru andlit uppsveiflunnar í tískunni á síðustu árum. Í dag eru tískukroppar kreppunnar búttaðir og mjúkir samkvæmt úttekt sem börsen.dk hefur gert á málinu. Brjóstastærðin á fyrirsætunum hefur blásið út um nokkur skálanúmer eftir að kreppan skall á og sjást þess greinilega merki á forsíðum tískutímarita þessa dagana. Það kemur sumsé í ljós að á krepputímum vilja menn nota fatafyrirsætur með heilbrigðar og mjúkar línur. Fyrirsætur sem eru jafnmikið augnayndi í garðinum sem á götunni. Hönnuðir og fataframleiðendur taka nú mið af þessum breytingum á smekk almennings enda eru þvengmjóar fyrirsætur með innfallnar kinnar ekki það sem fólk vill sjá í kreppunni. Franski nærfataframleiðandinn Lejaby hefur gengið svo langt að fyrirtækið kynnir nú sérstaka fatalínu sem er eingöngu fyrir konur sem geta fyllt vel út í brjóstahaldarana. Línan ber nafnið Elixir de Lingerie og segir talsmaður Lejaby að hún sé svarið við stærri brjóstum á fyrirsætum sem er tískuþróunin í Evrópu þessa stundina. Umboðsskrifstofur tískufyrirsætanna verða áþreifanlega varar við þessa nýju hugsun í útliti á skjólstæðingum sínum. Sem dæmi er tekið fyrirsætan Christina Pram hjá Scoop Models sem hefur meir en nóg að gera í augnablikinu. „Christina er grönn en hefur jafnfram línur sem þykja heitar í dag," segir Bente Lundquist annar eigenda Scoop Models. Christina Pram prýðir myndina sem fylgir með þessari umfjöllun.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira