Raddir gærdagsins Ögmundur Jónasson skrifar 7. september 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um orkumál og stjórnmálaumræðu Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi. Jón Sigurðsson, framsóknarmaður, segist vilja fá einkaaðila til að fjárfesta í orkuiðnaði. Þeir komi inn með svo mikla peninga og þekkingu: „Við þurfum að sækja þekkingu, viðskiptatengsl og fjármagn þangað sem þessa hluti er besta að finna ...." Leiðarinn gengur meira og minna út á að réttlæta aðkomu fjármagns í einkaeigu; að gagnvart því megi ekki ala á „tilefnislausri tortryggni". Jón Siguðrssson segir að við megum alls ekki rugla saman auðlindum á láði og legi við auðlindir mannauðsins. Engar auðlindir komist „í hálfkvisti við auðlindir fólksins sjálfs". Hér mun vera átt við menntun og atgervi þjóðarinnar. Spurningin sem Jón Sigurðsson svarar ekki er hvað sé frábrugðið við stöðu Íslendinga og annarra þjóða sem missa forræði yfir auðlindum sínum - og þar með getu til að standa straum af kostnaði menntakerfis og annara innviða samfélagsins. Og hvað varðar peningana og þekkinguna: Getur verið eftir upplýsandi umræðu í fjölmiðlum um Hitaveitu Suðurnesja, að JS geri sér ekki grein fyrir því að fjárfestar þar koma ekki færandi hendi? Þeirra ætlan er þvert á móti að hafa af okkur peninga; láta arðinn færa sér eignir. Arður sem rennur inn í samfélag en ekki út úr því er til góðs. Arðurinn af Gvendarbrunnum og hitaveitum hefur hingað til runnið inn í samfélagið og byggt það upp. Geysir Green og Magma vilja hins vegar færa arðinn í eigin vasa! Hvaða þekkingu bjóða þessir aðilar? Yfir hvaða þekkingu í orkumálum búa þeir Bjarni, Hannes, Finnur...? Svo er það Þorsteinn Pálsson, sjálfstæðismaður. Hugsun hans virðist mér ganga út á það helst að túlka málefnalegar umræður innanbúðar í stjórnmálaflokkum sem slagsmál og valdabaráttu einstaklinga. Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins. Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna að gera slíka stjórnmálahugsun tortryggilega eiga heima í sögubókum fortíðarinnar. Kannski eiga fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar helst heima þar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um orkumál og stjórnmálaumræðu Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi. Jón Sigurðsson, framsóknarmaður, segist vilja fá einkaaðila til að fjárfesta í orkuiðnaði. Þeir komi inn með svo mikla peninga og þekkingu: „Við þurfum að sækja þekkingu, viðskiptatengsl og fjármagn þangað sem þessa hluti er besta að finna ...." Leiðarinn gengur meira og minna út á að réttlæta aðkomu fjármagns í einkaeigu; að gagnvart því megi ekki ala á „tilefnislausri tortryggni". Jón Siguðrssson segir að við megum alls ekki rugla saman auðlindum á láði og legi við auðlindir mannauðsins. Engar auðlindir komist „í hálfkvisti við auðlindir fólksins sjálfs". Hér mun vera átt við menntun og atgervi þjóðarinnar. Spurningin sem Jón Sigurðsson svarar ekki er hvað sé frábrugðið við stöðu Íslendinga og annarra þjóða sem missa forræði yfir auðlindum sínum - og þar með getu til að standa straum af kostnaði menntakerfis og annara innviða samfélagsins. Og hvað varðar peningana og þekkinguna: Getur verið eftir upplýsandi umræðu í fjölmiðlum um Hitaveitu Suðurnesja, að JS geri sér ekki grein fyrir því að fjárfestar þar koma ekki færandi hendi? Þeirra ætlan er þvert á móti að hafa af okkur peninga; láta arðinn færa sér eignir. Arður sem rennur inn í samfélag en ekki út úr því er til góðs. Arðurinn af Gvendarbrunnum og hitaveitum hefur hingað til runnið inn í samfélagið og byggt það upp. Geysir Green og Magma vilja hins vegar færa arðinn í eigin vasa! Hvaða þekkingu bjóða þessir aðilar? Yfir hvaða þekkingu í orkumálum búa þeir Bjarni, Hannes, Finnur...? Svo er það Þorsteinn Pálsson, sjálfstæðismaður. Hugsun hans virðist mér ganga út á það helst að túlka málefnalegar umræður innanbúðar í stjórnmálaflokkum sem slagsmál og valdabaráttu einstaklinga. Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins. Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna að gera slíka stjórnmálahugsun tortryggilega eiga heima í sögubókum fortíðarinnar. Kannski eiga fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar helst heima þar. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar