Tiger: Ekkert hæft í orðrómum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2009 22:30 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki eftir að hann lenti í árekstri á föstudaginn síðastliðinn. Fjölmiðlar víða um heim hafa margir hverjir haldið því fram að ástæðan fyrir því að Tiger fór að heiman svo seint aðfaranótt föstudagsins hafi verið sú að honum hafi sinnast við eiginkonu sína. Sú er sænsk og heitir Elin. „Ég bar ábyrgð á árekstrinum," sagði Tiger í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni. Tiger ók á brunahana og tré skammt frá heimili sínu. „Þeir fjölmörgu orðrómar um mig og mína fjölskyldu eru ósannir og meiðandi," sagði Tiger enn fremur. Eins og fram hefur komið var það Elin sem kom fyrst á vettvang og bjargaði Tiger úr bílnum með því að brjóta eina bílrúðuna með golfkylfu. „Eiginkona mín, Elin, var mjög hugrökk þegar hún sá að ég var slasaður og í vandræðum. Hún var sú fyrsta til að koma mér til aðstoðar. Allar aðrar staðhæfingar eru rangar." Að síðustu bað Tiger um að fá frið til að takast á við mál þetta. Yfirlýsingu hans má sjá hér. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki eftir að hann lenti í árekstri á föstudaginn síðastliðinn. Fjölmiðlar víða um heim hafa margir hverjir haldið því fram að ástæðan fyrir því að Tiger fór að heiman svo seint aðfaranótt föstudagsins hafi verið sú að honum hafi sinnast við eiginkonu sína. Sú er sænsk og heitir Elin. „Ég bar ábyrgð á árekstrinum," sagði Tiger í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni. Tiger ók á brunahana og tré skammt frá heimili sínu. „Þeir fjölmörgu orðrómar um mig og mína fjölskyldu eru ósannir og meiðandi," sagði Tiger enn fremur. Eins og fram hefur komið var það Elin sem kom fyrst á vettvang og bjargaði Tiger úr bílnum með því að brjóta eina bílrúðuna með golfkylfu. „Eiginkona mín, Elin, var mjög hugrökk þegar hún sá að ég var slasaður og í vandræðum. Hún var sú fyrsta til að koma mér til aðstoðar. Allar aðrar staðhæfingar eru rangar." Að síðustu bað Tiger um að fá frið til að takast á við mál þetta. Yfirlýsingu hans má sjá hér.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira