Tiger fer ágætlega af stað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. maí 2009 23:15 Tiger Woods. Nordic Photos/Getty Images Players-meistaramótið í golfi hófst á Sawgrass-vellinum í dag. Líkt og áður eru öll augu á Tiger Woods. Honum gekk ágætlega fyrsta daginn og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hann er fimm höggum á eftir efstu mönnum eins og stendur. „Ég hitti kúluna virkilega vel í dag og var ánægður með það. Ég nýtti bara ekki tækifærin sem ég fékk sem voru nokkur," sagði Woods frekar sáttur eftir fyrsta daginn. Woods fékk örn og tvo fugla í dag. Á móti komu þrír skollar og þar af tveir á síðustu þremur holunum. Woods vann þetta mót árið 2001 og síðan þá hefur honum ekki gengið vel á þessu móti. Hann hefur til að mynda aðeins náð fimm hringjum undir 70 höggum á Sawgrass síðan 2001. Hann varð í 53. sæti árið 2005, 22. sæti 2006 og í 37. sæti árið 2007. Það voru lélegustu mót þeirra ára hjá Tiger. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Players-meistaramótið í golfi hófst á Sawgrass-vellinum í dag. Líkt og áður eru öll augu á Tiger Woods. Honum gekk ágætlega fyrsta daginn og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hann er fimm höggum á eftir efstu mönnum eins og stendur. „Ég hitti kúluna virkilega vel í dag og var ánægður með það. Ég nýtti bara ekki tækifærin sem ég fékk sem voru nokkur," sagði Woods frekar sáttur eftir fyrsta daginn. Woods fékk örn og tvo fugla í dag. Á móti komu þrír skollar og þar af tveir á síðustu þremur holunum. Woods vann þetta mót árið 2001 og síðan þá hefur honum ekki gengið vel á þessu móti. Hann hefur til að mynda aðeins náð fimm hringjum undir 70 höggum á Sawgrass síðan 2001. Hann varð í 53. sæti árið 2005, 22. sæti 2006 og í 37. sæti árið 2007. Það voru lélegustu mót þeirra ára hjá Tiger.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira