Þrefalt kjaftshögg skall á breskt efnahagslíf í dag 18. júní 2009 14:31 Segja má að breskt efnahagslíf hafi orðið fyrir þreföldu kjaftshöggi í dag þegar birtar voru lykiltölur um hagstærðir, að því er kemur fram í frétt frá fréttastofunni Direkt. Smásöluverslunin í Bretlandi minnkaði um 1,6% í maí m.v. fyrri mánuð en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir að samdrátturinn myndi aðeins nema 0,4%. Í öðru lagi jukust nettóskuldir hins opinbera í landinu upp í 19,9 milljarða punda, eða rúmlega 4.000 milljarða kr. og hafa þær aldrei verið meiri í sögunni. Og í þriðja lagi sýna tölur að lán bankanna til fyrirtækja sem standa utan við fjármálageirann hafa minnkað um 5,4% milli mánaða og er það mesti samdráttur á þessu sviði á síðustu níu árum. Howard Archer hjá IHS Global Insight segir í samtali við blaðið The Guardian um þessa tölfræði að hún sýni fyrst og fremst hve efnahagur Bretlands sé enn brothættur. Og að alvarlegar hindranir séu í veginum fyrir viðvarandi betrumbótum á ástandinu. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Segja má að breskt efnahagslíf hafi orðið fyrir þreföldu kjaftshöggi í dag þegar birtar voru lykiltölur um hagstærðir, að því er kemur fram í frétt frá fréttastofunni Direkt. Smásöluverslunin í Bretlandi minnkaði um 1,6% í maí m.v. fyrri mánuð en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir að samdrátturinn myndi aðeins nema 0,4%. Í öðru lagi jukust nettóskuldir hins opinbera í landinu upp í 19,9 milljarða punda, eða rúmlega 4.000 milljarða kr. og hafa þær aldrei verið meiri í sögunni. Og í þriðja lagi sýna tölur að lán bankanna til fyrirtækja sem standa utan við fjármálageirann hafa minnkað um 5,4% milli mánaða og er það mesti samdráttur á þessu sviði á síðustu níu árum. Howard Archer hjá IHS Global Insight segir í samtali við blaðið The Guardian um þessa tölfræði að hún sýni fyrst og fremst hve efnahagur Bretlands sé enn brothættur. Og að alvarlegar hindranir séu í veginum fyrir viðvarandi betrumbótum á ástandinu.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira