NBA í nótt: Shaq og LeBron töpuðu fyrir Charlotte - Melo með 50 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2009 11:00 Shaq og LeBron í leiknum í nótt. Mynd/AP Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira